Köfunarsjúkdómar

Þegar rætt er um köfunarsjúkdóma að þá má flokka þeim niður í þrjá flokka, almennt talið:

1. Misþrýstingsskemmdir

2. Köfunarveiki

3. Gaseitranir

Misþrýstingskemmdir

Þegar rætt er um misþrýstingsskemmdir er átt við skemmdir vegna minnkaðs eða aukins rúmmáls í lokuðu rými. Þau líffæri sem breytast vegna loftþrýstings eru: lungun, eyru, ennis og kinnbeinsholur, magi og þarmar.

Eyrun eru viðkvæmust en skemmdir á lungum eru hættulegust.

Lungnasprenging verður þegar loft þrýstist inn í blóðrásina, inn í gollurhúsið eða milli lungans og brjóstkassa vegna minnkaðs umhverfisþrýstings (ambient pressure) miðað við þrýstinginn í lungunum.

Einkenni: eru t.d. öndunarerfiðleikar, verkur í brjósti, varir og neglur eru bláleitar, ljósrauð blóðug froða í munni frá lungum, svimi, sjóntruflanir eða lömun. Einkenni lungnasprengingar koma oftast í ljós nokkrum mínútum eftir að köfun lýkur.

Köfunarveiki

Líkaminn er mettaður með 79% köfnunarefni á yfirborðinu. Við aukinn þrýsting mettast vefir líkamans meira. Þegar kafarinn kemur upp losnar köfnunarefnið úr vefjunum, afmettast. Þegar þetta ferli gerist of hratt myndast of margar loftbólur í blóðinu og blóðstreymi minnkar vegna blóðtappa.

Einkennin eru mismunandi eftir því hvar í líkamanum köfnunarefnisbólurnar eru í líkamanum, (blóðtappinn).

Væg einkenni: kláði, mislitir flekkir í húð.

Alvarleg einkenni: verkur í liðamótum, lömun, tilfinningarleysi, jafnvægisleysi, styttri andardráttur, sjón-heyrnar og mál truflanir og eða missir, meðvitundarleysi, dauði.

Um 50% einkenna köfunarveiki koma fram innan 30 mínútna frá því að köfun er hætt, 85% innan e1 stundar, 90% innan 3 stunda og 1% koma fram eftir 6 stundir.

Eftir 24 stundir eru litlar líkur á einkennum, ef þau hafa ekki komið fram þá þegar.

Gaseitranir

Súrefniseitrun (O2) Almennt er talinn hætta á súrefniseitrun við köfun á meira en 50 metra dýpi, en súrefniseitrun er að sjálfsögðu háð súrefnisprósentunni í loftblöndunni. Því hærri prósenta af súrefni, því minni dýpi sem getur framkalla súrefniseitrunina.

Koltvísýringseitrun (CO2) Hættan á koltvísýringseitrun er vegna ónógra loftskipta í köfunarhjálmi, snorkel eða vegna of hraðrar öndunar.

Einkenni: Aukinn öndunarhraði, grunn öndun, höfuðverkur, sviti, óróleiki, meðvitundarleysi, dauði.

Hættan á koltvísýringseitrun stafar eingöngu af menguðum loftbirgðum, t.d. ef útblástur bifreiðar er nærri loft inntaki loftpressunar.

Meðferð

Skyndihjálp við lungnasprenginu og köfunarveiki er að koma sjúklingnum undir þrýsting sem fyrst aftur. Það er gert í afþrýstiklefan, en ekki með því að fara aftur í kaf.

Sjúklingur á að liggja á vinstri hlið, með fætur hærra en höfuð, Trendelenburg staða.

Ef möguileiki er á súrefnisgjöf skal hefja hana strax, ef sjúklingur er með meðvitundarlaus þarf 15 lítra síflæði.

Fylgjast skal vel með lífsmörkum.

Sé um koltvísýrings eða kolsýrings eitrun skal koma viðkomandi í ferskt loft og gefa súrefni.

Njótið

Scuba Iceland, PADI Dive Center


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Scuba Iceland ehf

Höfundur

Scuba Iceland ehf
Scuba Iceland ehf
Scuba Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í köfunarferðum. Einnig er rekinn köfunarskóli samhliða því.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • wp2
  • scuba_logo
  • Jólaútsala hjá Scuba Iceland - jólagjafalisti kafarans!
  • Jólaútsala hjá Scuba Iceland - jólagjafalisti kafarans!
  • Jólaútsala hjá Scuba Iceland - jólagjafalisti kafarans!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband