23.6.2010 | 21:34
Köfun er öruggt sport.
Tölfræðilega kemur köfun mjög vel út þegar fjallað um er slys í jaðaríþróttum.
En þegar það verða slys í köfun að þá geta þau því miður verið mjög alvarleg.
Munum bara að fara eftir því sem okkur var kennt og kafa ekki umfram getu okkar. Alls ekki láta þrýsta okkur út eitthvað sem við viljum ekki gera.
Í dag fór ég með tvo nema, dóttur mína Kristu sem er 12 ára og einn annan nema sem er 13 ára drengur. Við fórum í Davíðsgjá í mjög fallegu veðri. Skyggnið var nú ekkert sérstakt svona um 8 metrar sem er reyndar fín fyrir svona kennslu.
Þau stóðu sig sig ótrúlega vel. Það er magnað hvað ungir krakkar og og unglingar eru fljót að ná öllu sem viðkemur köfun. Að vísu eru græjurnar pínu þungar en maður bara heldur á þeim fyrir þau upp úr vatninu.
Við eyddum 50 mínútum undir yfirborðinu í dag og áttum frábæran köfunardag.
Þau geta verið virkilega stolt af sér.
Um bloggið
Scuba Iceland ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.