19.7.2011 | 22:44
Köfunarkennaranám IDC
Eins og allir vita sem eitthvað tengjast köfun á Íslandi að þá er Ísland að verða sívinsælli áfangastaður hjá köfurum víðsvegar úr heiminum ásamt því að fleiri og fleiri eru að taka námskeið hér á landi sér til ánægju og yndisauka.
Það má eiginlega segja að um sprengingu sé að ræða. Þetta sést best á fjölgun Köfunarskóla og Köfunarcentera á Íslandi. Sem dæmi um skóla að þá erum við að ræða um Scuba Iceland, divethenorth.is ,Köfunarfélagið, Kafarinn.is, dive.is, strytan.is ásamt einum öðrum skóla fyrir norðan
Öll þessi center þurfa á divemasterum og kennurum að halda bæði í fullu starfi og hlutastarfi.
Þessu samfara fjölgar störfum í þessum ferðaiðnaði.
Við hjá Scuba Iceland, höfum lagt metnað okkar í kennsluna og hafa hana sem allra besta og við höfum farið þá leið að hafa eingöngu íslenska kennara til að kenna íslendingum. Því að sjálfsögðu er best að læra þetta sem mest á sínu móðurmáli.
Til að geta starfað í þessum iðnaði eins og öðrum þarf ákveðin réttindi og því hefur PADI lagt mikla áherslu á GO PRO leiðina, þ.e. að fara upp í Divemaster eða OSWI (kennara)
Vegna fyrrgreindra ástæða stefnir Scuba Iceland á að halda IDC (köfunarkennaranám) hér á landi með lágmarkskostnaði fyrir þáttakendur.
Við erum að hugsa um dagsetningar í september.
Verð fara að koma fljótlega og geta áhugasamir haft samband á finni@scuba.is eða í síma 892 1923
Kveðja
Scuba Iceland
Dive Team
Um bloggið
Scuba Iceland ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.