25.5.2010 | 19:39
Update Rescue Námskeið
Jæja þá er enn einu rescue námskeiði lokið hjá okkur í Scuba Iceland.
Þetta var mjög gott námskeið og stóðu nemarnir sig með miklum sóma. Um var að ræða sambland af reynlsuboltum og svo nýliðum sem eru að keyra hratt upp PADI kerfið.
Við fengum frábært veður og allar æfingar og verklegt lokapróf tókst með ágætum
Þeir sem útskrifast núna eru:
Erla Björk
Skúli Þóris
Andreji
Lidía
Takk fyrir okkur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2010 | 13:21
Rescue Námskeið
Jæja þá byrjaði enn eitt RESCUE námskeiðið hjá okkur, Scuba Iceland.
Við teljum okkur vera orðin nokkuð sjóuð í þessum námskeiðum, sérstaklega af því að þetta eru þau námskeið sem okkur finnst skemmtilegast að kenna. Enda teljum við að nemar læra mest á þessum námskeiðum af öllum PADI námskeiðunum.
Núna eru Andrej, Lidia, Erla og Skúli að reyna við þetta og er fyrstidagurinn hálfnaður og stóðu þau sig með miklum sóma í lauginni.
Síðan förum við í sjóinn með þau á eftir...hehehe. Gaman gaman.
Sjáumst.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 13:26
Jákvæðar fréttir
Loksins loksins jákvæðar fréttir fyrir ferðamennskuna, styrkurinn að minnka í gosinu. Nú má það bara alveg hætta að gjósa.
Það er mál að linni.
Við bíðum spennt að sjá með framvindu mála.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2010 | 15:14
Kvef kvef kvef
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 19:51
Davíðsgjá
MAGNAÐ SKYGGNI, ótrúlega fallegt á svæðinu í kringum Davíðsgjá, erum að tala um 40+ í skyggni. Það er nokkuð einstakt í vatni.
Það eru svona dagar sem gera það þess virði að kafa.
Kv.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 08:03
Sundlaugartímar
Á miðvikudögum förum við hjá www.scubaiceland.com alltaf í sundlaug með nemana frá okkur.
Enn bætist í hóp nema hjá www.scubaiceland.com Ævinýrafólk sem langar að gera eitthvað nýtt spennandi og krefjandi.
Minnum á hinar vinsælu snorkelferðir hjá www.snorkeliceland.com fyrir einstaklinga og hópa.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 12:05
Gaman gaman
Nú er allt brjálað að gera hérna hjá www.scubaiceland.com nemarnir streyma inn þessa dagana og það er auðséð að fólk vill gera eitthvað skemmtilegt hérna á klakanum í sumar.
Næstkomandi sunnudag verður www.scubaiceland.com með kynningu á köfun fyrir starfsfólk SKÝRR og verður spennandi að sjá hversu margir munu koma og leika aðeins með okkur.
Við hjá www.scubaiceland.com fór til Ísafjarðar í síðast mánuði og útskrifuðum þar 15 manns með Open Water réttindi sem var virkilega skemmtilegt og vorum við mjög heppinn með veður og allar aðstæður hjá Simba til fyrirmyndar.
Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega hafið samband í finni@scubaiceland.com eða í síma 892 1923.
Kv.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2010 | 13:42
Köfunarsjúkdómar
Þegar rætt er um köfunarsjúkdóma að þá má flokka þeim niður í þrjá flokka, almennt talið:
1. Misþrýstingsskemmdir
2. Köfunarveiki
3. Gaseitranir
Misþrýstingskemmdir
Þegar rætt er um misþrýstingsskemmdir er átt við skemmdir vegna minnkaðs eða aukins rúmmáls í lokuðu rými. Þau líffæri sem breytast vegna loftþrýstings eru: lungun, eyru, ennis og kinnbeinsholur, magi og þarmar.
Eyrun eru viðkvæmust en skemmdir á lungum eru hættulegust.
Lungnasprenging verður þegar loft þrýstist inn í blóðrásina, inn í gollurhúsið eða milli lungans og brjóstkassa vegna minnkaðs umhverfisþrýstings (ambient pressure) miðað við þrýstinginn í lungunum.
Einkenni: eru t.d. öndunarerfiðleikar, verkur í brjósti, varir og neglur eru bláleitar, ljósrauð blóðug froða í munni frá lungum, svimi, sjóntruflanir eða lömun. Einkenni lungnasprengingar koma oftast í ljós nokkrum mínútum eftir að köfun lýkur.
Köfunarveiki
Líkaminn er mettaður með 79% köfnunarefni á yfirborðinu. Við aukinn þrýsting mettast vefir líkamans meira. Þegar kafarinn kemur upp losnar köfnunarefnið úr vefjunum, afmettast. Þegar þetta ferli gerist of hratt myndast of margar loftbólur í blóðinu og blóðstreymi minnkar vegna blóðtappa.
Einkennin eru mismunandi eftir því hvar í líkamanum köfnunarefnisbólurnar eru í líkamanum, (blóðtappinn).
Væg einkenni: kláði, mislitir flekkir í húð.
Alvarleg einkenni: verkur í liðamótum, lömun, tilfinningarleysi, jafnvægisleysi, styttri andardráttur, sjón-heyrnar og mál truflanir og eða missir, meðvitundarleysi, dauði.
Um 50% einkenna köfunarveiki koma fram innan 30 mínútna frá því að köfun er hætt, 85% innan e1 stundar, 90% innan 3 stunda og 1% koma fram eftir 6 stundir.
Eftir 24 stundir eru litlar líkur á einkennum, ef þau hafa ekki komið fram þá þegar.
Gaseitranir
Súrefniseitrun (O2) Almennt er talinn hætta á súrefniseitrun við köfun á meira en 50 metra dýpi, en súrefniseitrun er að sjálfsögðu háð súrefnisprósentunni í loftblöndunni. Því hærri prósenta af súrefni, því minni dýpi sem getur framkalla súrefniseitrunina.
Koltvísýringseitrun (CO2) Hættan á koltvísýringseitrun er vegna ónógra loftskipta í köfunarhjálmi, snorkel eða vegna of hraðrar öndunar.
Einkenni: Aukinn öndunarhraði, grunn öndun, höfuðverkur, sviti, óróleiki, meðvitundarleysi, dauði.
Hættan á koltvísýringseitrun stafar eingöngu af menguðum loftbirgðum, t.d. ef útblástur bifreiðar er nærri loft inntaki loftpressunar.
Meðferð
Skyndihjálp við lungnasprenginu og köfunarveiki er að koma sjúklingnum undir þrýsting sem fyrst aftur. Það er gert í afþrýstiklefan, en ekki með því að fara aftur í kaf.
Sjúklingur á að liggja á vinstri hlið, með fætur hærra en höfuð, Trendelenburg staða.
Ef möguileiki er á súrefnisgjöf skal hefja hana strax, ef sjúklingur er með meðvitundarlaus þarf 15 lítra síflæði.
Fylgjast skal vel með lífsmörkum.
Sé um koltvísýrings eða kolsýrings eitrun skal koma viðkomandi í ferskt loft og gefa súrefni.
Njótið
Scuba Iceland, PADI Dive Center
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2010 | 10:52
Ný námskeið að hefjast.
Nú er www.scubaiceland.com og www.snorkeliceland.com að taka við nýjum nemum og ferðamönnum daglega.
Afhverju ekki að læra eitthvað nýtt og framandi í sumar, og leika sér á einum fallegasta köfunarstað á jörðinni, Silfu á Þingvöllum
Byrjendanámskeið kosta 80 þús krónur og veita þau alþjóðleg réttindi niður á 18 metra dýpi.
Einnig bjóðum við uppá prufutíma í laug bæði fyrir fyrirtæki og hópa og kosta slíkir tíma 3 þús.kr. á mann.
Svo er líka mjög vinsælt hjá fyrirtækjum, íþróttafélögum að koma í hinar frábæru snorkelferðir.
Endilega kannið málið á www.scubaiceland.com og www.snorkeliceland.com
Eða sendið póst á finni@scubaiceland.com eða hringið í síma 892 1923
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Scuba Iceland ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar