Köfunarkennsla

Hvað þarf góð köfunarkennsla að snúast um?

 Væri gaman að heyra comment frá ykkur.

 www.scubaiceland.com

www.snorkeliceland.com

www.jswatch.com

www.crossfitreykjavik.com

 


Ber Silfra þennan fjölda? Mér er spurn?

Ég var á Þingvöllum í morgun með 10 manna hóp í Snorkelferð með Jón Inga sem er ekki  í frásögu færandi fyrir annað en að við vorum svo heppnir að vera mættir fyrstir á staðinn og fyrstir ofan í Silfru.

Þegar við komum uppúr að þá voru komnir allvega 5 aðrir operatorar sem gera út á ferðir þarna, hvort sem það um er að ræða köfun eða snorkel.

 Þarna hafa því eflaust verið á bilinu 50-60 manns meira og minna allir á sama tíma. Ræður litla Silfra við þetta. Ég verð að játa að á þeim 23 þremur árum sem ég hef kafað þarna að þá hefur mikið breyst þarna, gröðurmyndun í gjánni sem dæmi. En áður fyrr var t.d. lónið fullt af gróðri en er núna bara drullubotn.

Síðan er líka verulega farið að sjá á gróðri á leiðinni sem er gengin frá lóninu aftur að bílastæðinu. Það er bara orðið mjög ljótt sár á jörðinni og það er í raun stórhættulegt að ganga þarna þegar svæðið er rennblautt eftir rigningar. Ekki gaman að detta þarna með allt að 50 kg á bakinu. Það er ávísun á slæm beinbrot.

 Síðan er það annað sem ég velti fyrir mér núna þegar mikið er rætt um öryggi ferðamanna á Íslandi. En það snýst um hverjir og hvaða réttindi menn þurfa að hafa til að geta farið með fólk þarna að kafa eða að snorka. Minn skilningur á lögunum og viðurkenningu Siglingastofnunar er sá að þarna megi enginn leiðsegja hvorki í köfun né snorkel án þess að hafa lágmark DIVEMASTER eða sambærileg réttindi frá viðkenndum samtökum.

 Þetta þarf að skoða með aðkomu allra aðila sem gera út á þennan litla fallega stað sem sést meir og meir á. Einnig tel ég að það styttist í að þarna verði alvarlegt slys.

Spurning hvort það megi ekki fara að opna t.d. Nikulásargjá fyrir snorkelferðir t.d. Hún er einstaklega falleg og þar er betri aðstaða með bílaplani o.s.frv. Einnig var hægt að bjóða upp á köfun þar. En það myndi minnka álagið á Silfru til mikilla muna. Á hún að vera lokuð endalaust vegna þess að einhver drekkti sér í gjánni fyrir 250 árum og að það hafi verið byggð brú þarna og fólk hafi farið að henda peningum þarna út í 1907. Hvaða menningarsögu er verið að vernda þarna?

 Væri gaman að heyra frá ykkur um skoðanir á þessu?

IMG_4332


INTOVA digital vélar með húsi frá 43 þús

Vorum að fá hinar frábæru en ódýru INTOVA myndavélar í sölu.

IC800 8 megapixel vél m/húsi Depth rated 30 metrar
Verð: 43.028

IC10 10 megapixel vél m/húsi Depth rated 30 metrar
Verð:57.110

SP8 8 megapixel vél m/húsi Depth rated 30 metrar
Verð: 51.477

Einnig minnum við á fésbókina "Scuba Iceland Verslun" en þar er hægt að finna ýmsar vörur frá Scuba Iceland.

Hlökkum til að heyra frá ykkur

www.scubaiceland.com
www.snorkeliceland.com
www.scuba.is
www.jswatch.is
www.crossfitreykjavik.is


Allt að gerast...eða hvað?

Alltaf er að bætast í nemahópinn hjá Scuba Iceland, þetta er 3 starfsárið okkar og við höfum aldrei nokkurn tíma verið búinn að útskrifa jafn marga nema og við erum búin að núna.

Í dag vorum við að bæta við okkur fésbókarsíðu " Scuba Iceland Verslun" og það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig það þróast.

 Við erum líka byrjuð að selja hinar sænksu gæðavörur frá POSEIDON.

 www.scubaiceland.com

www.snorkeliceland.com

www.jswatch.com

www.crossfitreykjavík.is


Ísafjörður/ Paradís kafara

Ég fór með flugi kl 18:45 til Ísafjarðar í gær þar sem beið mín 13 manna hópur tilbúinn að taka OW prófið, skriflega. Þegar ég kom til Ísafjarðar var sól og fallegt veður, en við fórum strax niður í Björgunarsveitarhús en þar var allur hópurinn tilbúinn.

 Eins og ég bjóst við stóð hópurinn sig eins og hetjur og ALLIR náðu prófinu með glans. Þannig að Ísafjörður er búinn að eignast 13 nýja kafara. Ætli þeir eigi ekki íslandsmet í fjölda kafara miðað við höfðatölu...hehe.

Það er bara gaman að þessu. Nú þurfa þeir bara að fara að græja sig upp og kaupa köfunardót til að geta virkilega farið að leika sér að vild.

Til hamingju frá öllum hjá www.scubaiceland.com

www.scubaiceland.com

www.snorkeliceland.com

www.scuba.is

www.jswatch.com

www.crossfitreykjavik.is

Kofun 099


Eitt það magnaðasta sem ég hef séð/ BEYOND HUMAN LIMITS.

Jæja nú er komið að því að fara aftur á Ísafjörð og klára námskeiðið þar. Í kvöld munu 16 mann þreyja OW skriflega prófið, svo það verður gaman að sjá hversu vel þau eru búinn að lesa.

 Síðan langaði mig að deila með ykkur einu magnaðasta video sem ég hef séð á ævinni. Kappinn heitir Guillaume Nery og er einn fremsti FREE DIVER í heiminum í dag og þetta video sýnir hvers vegna.

 

http://www.youtube.com/watch?v=uQITWbAaDx0

www.scubaiceland.com

www.snorkeliceland.com

www.scuba.is

www.jswatch.com

www.crossfitreykjavik.is


Góður dagur hjá Scuba Iceland

Svona eiga dagar að vera, Anna er að fara með 4 nema í síðustu köfun í Silfru. Það gerist ekki betra en að enda námskeiðin þar.

Síðan erum við með hátt í 10 mann í bóklegum tíma svo það er brjálað að gera hjá okkur.

Bara gaman gaman:)P5220162


Köfunardagur Sjóvá

Enn ein frábærlega vel heppnuð kynning á köfun hjá okkur í Scuba Iceland. Í dag fór ég, og tvær sérlegar aðstoðarkonur, Pála og Erla, með hátt í 30 manns frá Sjóvá í köfun í Sundhöll Reykjavíkur.

Þessi hópur stóð sig rosalega vel og sáum við nokkur góð efni í kafara þarna á ferðinni.

Svona kynningar eru mjög vinsælar þessa dagana og er þetta fjórða fyrirtækið á jafnmörgum helgum sem við förum með í köfun í laug.

Köfun í laug er kjörin vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á að læra köfun til þess að komast að því hvort þetta eigi við þá eða ekki.

Við reynum að hafa þetta á léttu nótunum og afslappað.

Ef þið hafið áhuga á slíkum kynningum að þá endilega hafa samband við Finna í finni@scubaiceland.com eða í síma 892 1923 eða 445 1923

Einnig er gaman að skoða þessar síður:

www.scubaiceland.com

www.snorkeliceland.com

www.scuba.is

www.jswatch.com

Kveðja

SI

 


Náttúruperlan Þingvellir

Mikið held ég að stór hluti íslendinga sé að missa af miklu. Ég man að þegar ég var lítill að þá var mikið farið í tjald útilegur á Þingvelli en núna sjást varla íslendingar þarna í tjaldi.

Þarna er mikið af fallegum göngluleiðum og hellum sem gaman er að skoða svo ég tali nú hreinlega ekki um að fólki bara kynni sér söguna um staðinn.

Það er reyndar byrjað að koma mikið af veiðimönnum sem þekkja staðinn bara af góðu einu og vilja þannig halda honum kannski fyrir sjálfa sig.

Ég var þarna í morgun í algjöru logni og örugglega hátt í 16-18 stiga hita með 2 ferðamenn frá Kanada og þau dásömuðu staðinn algjörlega.

Núna í eftirmiðdaginn er ég svo að fara með Önnu og 3 nema og einn Divemaster nema að kafa í Davíðsgjá sem er algjör draumur að leika sér.

Vildi að þið gætuð komið með og notið þess með okkur.

Kv

SI

www.scubaiceland.com

www.snorkeliceland.com

www.scuba.is

www.jswatch.com

 


SILFRA MAGIC

Ég fór í dag með nema að kafa á Þingvöllum í Silfru. Það er ekki skrýtið að mörgun finnist þetta fallegasti köfunarstaður í heimi.

 Sólin var hátt á lofti, hiti var nálægt 20 stigum og það var algjört logn. Það voru engir kafarar í gjánni þegar við fórum niður.

Ég var með nýja sportúrið frá JS sem heitir Sif í höfuðið á einni af gæsluþyrlunum. Það er svart með stóru letri og old fashioned standard NATO ól úr nylon, þvílík snilld. Þetta er magnað úr og gaman að kafa með það, þetta er ekki eingöngu kafaraúr heldur alhliða sportúr þó það sé vatnshelt niður á 1000 metra dýpi.

Ég hvet alla sem hafa áhuga á úrum að kíkja á www.jswatch.com eða fara til hans Gilberts úrsmiðs að kíkja á gripinn.

Sjáið mynd að neðan en þar er ég með úrið á mér.

Þetta voru göldróttar 2 kafanir með góða og nema í geðsjúku umhverfi.

Bara gaman hjá mér. Ég hvet ALLA til að upplifa lífið fyrir utan hægindaboxið sitt. Köfun í Silfru er sannarlega þess virði.

 www.scubaiceland.com

www.snorkeliceland.com

www.scuba.is

www.jswatch.com

JS.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Scuba Iceland ehf

Höfundur

Scuba Iceland ehf
Scuba Iceland ehf
Scuba Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í köfunarferðum. Einnig er rekinn köfunarskóli samhliða því.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • wp2
  • scuba_logo
  • Jólaútsala hjá Scuba Iceland - jólagjafalisti kafarans!
  • Jólaútsala hjá Scuba Iceland - jólagjafalisti kafarans!
  • Jólaútsala hjá Scuba Iceland - jólagjafalisti kafarans!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband